Það jafnast ekkert á við að hlaða Jaguar-bílinn heima. Þú stingur bílnum bara í samband að kvöldi – eins og þú gerir við farsímann – og að morgni er hann fullhlaðinn og til í allt.
Til að hleðslan gangi sem hraðast fyrir sig mælum við með að þú fáir þér heimahleðslustöð.
Forsenda fyrir uppsetningu hennar er að hafa einkabílastæði sem ekki er við götu, eins og heimreið eða bílskúr, til að tengja við rafmagn heimilisins. Kannaðu hvort húsnæðið þitt henti fyrir heimahleðslustöðina sem þú valdir.
Ef þú ert að heiman yfir lengra tímabil og hefur ekki aðgang að heimahleðslustöð er einnig hægt að nota hefðbundna heimilisinnstungu fyrir raftæki til að hlaða bílinn, en það tekur aðeins lengri tíma. Það eina sem þarf er Jaguar-hleðslusnúra með heimiliskló (gerð 2) (aukabúnaður) til að stinga í samband.
1 Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, þ.m.t. hleðslustöðu og -tíma rafhlöðunnar, hitastigi rafhlöðunnar og raunverulegri notkun.
*Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun: Á ekki við. Niðurstöður I-PACE í kWh/100 km: Blandaður akstur: 22,0–25,2. Losun koltvísýrings:2 0 g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 470 km. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Niðurstöður um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.
Skoðaðu niðurstöður I-PACE úr WLTP-prófun
**Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun E-PACE tengiltvinnbíls í l/100 km: Blandaður akstur: 1,4 - 1,6. Losun koltvísýrings:2 33 g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 60 km. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings,2 eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Niðurstöður um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.