KÖKUR OG PERSÓNUVERNDARSTEFNA

<h2>KÖKUR OG PERSÓNUVERNDARSTEFNA</h2>

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Jaguar Land Rover Limited leggur áherslu á persónuvernd þeirra sem heimsækja þetta vefsvæði. Þær upplýsingar sem er safnað um þig verða notaðar til að veita þá þjónustu sem þú kannt að óska eftir, til að upplýsa þig um nýjar vörur og þjónustu og til að bæta þá þjónustu sem við veitum þér. Gögnin þín verða meðhöndluð í samræmi við viðeigandi lög Evrópusambandsins og viðkomandi lands. Upplýsingarnar verða ekki birtar neinum utan Jaguar Land Rover, samstarfsfyrirtækja eða tengdra fyrirtækja, og söluaðila, umboðsaðila og leyfishafa þeirra fyrirtækja, og annarra þeirra fyrirtækja sem Jaguar Land Rover hefur beint eða óbeint sótt þjónustu til fyrir þig.

Jaguar Land Rover mun ekki safna persónulegum upplýsingum um þig með kökum en með því að leyfa notkun á kökum eða halda þeim virkum samþykkirðu að Jaguar Land Rover visti kökur í vafranum þínum. Hafðu í huga að það að slökkva á kökum hefur að öllum líkindum áhrif á virkni vefsvæðisins og upplifun þína af vefsvæði Jaguar Land Rover.

Tilgangur þessarar persónuverndarstefnu er að lýsa þeim gerðum upplýsinga sem við söfnum þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar og útskýra hvernig við notum þær upplýsingar.

Þar sem Jaguar Land Rover starfar á heimsvísu vinnur Jaguar Land Rover og vistar persónugögn utan Evrópusambandsins. Okkur ber skylda til að biðja þig um að samþykkja þetta. Ef þú samþykkir þetta ekki getum við því miður ekki unnið beiðnir sem þú sendir í gegnum þetta vefsvæði.

Ef þú samþykkir geturðu annaðhvort samþykkt að við notum gögnin EINGÖNGU til að vinna beiðnina þína eða að Jaguar Land Rover geti notað þau til frekari samskipta (allt samkvæmt persónuverndarstefnunni hér að neðan).

GAGNAVERND

Við verjum gögn nákvæmlega í samræmi við grunnreglur tilskipana Evrópusambandsins um gagnavernd, sérstaklegar tilskipun 95/46/EB.

Þær persónulegu upplýsingar sem þú kýst að afhenda okkur verða geymdar á öruggum netþjóni í Bretlandi. SSL-þjónshugbúnaðurinn dulkóðar allar upplýsingar sem þú afhendir okkur.

Þetta tryggir meðal annars að gögnin sem við geymum um þig verði unnin á löglegan og sanngjarnan hátt. Markmið okkar er að tryggja að persónugögn sem við vistum séu nákvæm, viðeigandi og hófleg. Við höldum upplýsingunum uppfærðum og geymum þær ekki lengur en nauðsynlegt er. Við vistum gögnin á öruggan hátt til að koma í veg fyrir aðgang óviðkomandi einstaklinga að þeim. Þú hefur rétt á því að vita hvaða upplýsingar við geymum um þig og leiðrétta hvers kyns rangar skráningar.

Jaguar Land Rover mun ekki deila eða lána neinum þriðja aðila greinanlegar upplýsingar um þig án þíns leyfis. Við kunnum að deila almennum upplýsingum um flettingamynstur gesta á vefsvæðinu með samstarfsaðilum okkar eða öðrum aðilum, en þó þannig að aldrei sé hægt að bera kennsl á staka gesti. Það er hægt að skoða vefsvæðið okkar án þess að gefa upp persónulegar upplýsingar. Ef þú skráir engar upplýsingar um þig geturðu hins vegar ekki fengið frá okkur frekari upplýsingar.

HVAÐA PERSÓNUUPPLÝSINGUM ER SAFNAÐ

Við söfnum persónuupplýsingunum þínum saman á skráningareyðublaði.
Þessar upplýsingar geta verið gögn á borð við nafnið þitt, netfang, land og hvaða tungumál þú kýst að nota.

Við notum þessar upplýsingar:
Til að auðvelda okkur að gera heimsókn þína ánægjulegri
Til að senda þér viðeigandi upplýsingar um vörur okkar og þjónustu
Til að senda þér við og við tölvupóst með kynningarefni fyrir vörur eða þjónustu sem við teljum að gæti vakið áhuga þinn

Ef þú velur að fá frá okkur upplýsingar eða önnur samskipti geturðu valið þann valkost með því að merkja í viðeigandi reit á skráningareyðublaðinu. Þú getur einnig haft samband við okkur hvenær sem er með því að nota tengilinn „Hafðu samband“ ef þú vilt ekki fá frá okkur frekari sendingar.

Ef þú hefur heimilað okkur að nota persónuupplýsingarnar þínar í ofangreindum tilgangi er hugsanlegt að öðru hverju látum við fyrirtæki eða stofnun sem sér um tölvupóstssamskipti eða aðra beina markaðssetningu fyrir okkar hönd í té þessar upplýsingar. Í slíkum tilvikum tryggjum við að fyrirtæki þriðju aðila sem meðhöndla upplýsingarnar þínar starfi í samræmi við viðeigandi gagnaverndarlöggjöf.

AÐRAR UPPLÝSINGAR SEM SAFNAÐ ER ÞEGAR ÞÚ HEIMSÆKIR VEFSVÆÐIÐ OKKAR

Hvenær sem þú vafrar á https://www.jaguarisland.is/, lest síður eða sækir þaðan upplýsingar munu tölvukerfi okkar sjálfkrafa skrásetja tilteknar upplýsingar um heimsóknina úr tölvunni sem þú notar þegar þú opnar vefsvæðið.

Eftirfarandi gildir um þessar upplýsingar:

Ekki er hægt að bera kennsl á þig út frá upplýsingunum. Þær segja okkur aðeins hversu margir gestir heimsækja vefsvæðið okkar og hvaða gerðir af tölvum þeir nota. Við getum notað þessar upplýsingar til að endurbæta vefsvæðið fyrir alla okkar gesti og þar með gagnast það þér betur

Dagsetning og tími þegar þú opnar vefsvæðið.
Hversu margar síður þú skoðar í einni lotu, hvaða síður það eru og hversu lengi þú varst á vefsvæðinu.
Lénsheiti þitt (þetta gæti verið heiti þjónustuveitanda, t.d. aol.com, eða heiti vinnustaðar) og IP-tala (þetta er númer sem úthlutað er á tölvuna þína þegar þú vafrar á netinu) sem þú notar þegar þú heimsækir vefsvæðið.
Vafrinn sem þú notar (t.d. Microsoft Explorer eða Netscape) og stýrikerfi tölvunnar (t.d. Windows 98).
Svæðið sem þú varst á áður en þú komst inn á jaguarisland.is (t.d. Yahoo ef þú notaðir leitarvél til að finna okkur).

VERNDUN NETFANGA

Netfangið þitt er aðeins notað til að senda þér svör, nema þú hafir veitt okkur leyfi samkvæmt framangreindum lýsingum.

GAGNAVERND VEGNA PIXLAMERKJA

Við kunnum að nota „pixlamerki“, litlar myndrænar skrár sem gera okkur kleift að fylgjast með notkun á vefsvæðum okkar. Pixlamerki getur safnað upplýsingum á borð við IP-tölu þeirrar tölvu sem sótti síðuna þar sem merkið er að finna, vefslóð síðunnar þar sem merkið er að finna, tímasetningu þegar síðan sem inniheldur pixlamerkið var skoðuð, gerð vafra sem sótti pixlamerkið og auðkennisnúmer fyrir allar kökur í tölvunni sem netþjónninn hafði áður komið fyrir þar. Þegar við eigum í samskiptum við þig með tölvupósti sem getur innihaldið HTML-efni kunnum við að nota tækni sem greinir snið og gerir pixlamerkjum kleift að tilkynna okkur hvort þú hafir móttekið og opnað tölvupóstinn okkar.

ERTU MEÐ FLEIRI SPURNINGAR UM PERSÓNUVERND?

Þú hefur rétt á að vita hvaða upplýsingar um þig við geymum og gera leiðréttingar á þeim, sé þess þörf. Þú hefur einnig rétt á að óska eftir að upplýsingarnar þínar verði ekki notaðar til markaðssetningar með því að hafna slíku á skráningareyðublaðinu.

Ef þú ert með einhverjar tilteknar spurningar sem ekki er svarað í þessum hluta eða vilt fá að vita hvaða upplýsingar um þig við geymum skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.

Ef þú hefur áhyggjur af gagnavernd eða vilt senda inn kvörtun vegna hennar skaltu hafa samband við gagna- og persónuverndarteymi okkar á DPOffice@jaguarlandrover.com
Hvað er kaka?

Kaka er textastrengur með upplýsingum sem vefsvæði flytur yfir í kökuskrá vafrans á harða diski tölvunnar þinnar til að vefsvæðið geti greint hver þú ert. Kökur geta gert vefsvæði kleift að raða efni upp samkvæmt áhugamálum þínum á skjótari máta. Flest stór vefsvæði nota kökur. Ekki er hægt að nota kökur einar og sér til að auðkenna þig.

Kaka inniheldur yfirleitt heiti lénsins sem viðkomandi kaka kemur frá, endingartíma hennar og gildi, sem er allajafna handahófsvalin einkvæm tala.

Tvær gerðir af kökum eru notaðar á þessu vefsvæði:

Lotukökur, sem eru tímabundnar kökur sem eru fjarlægðar úr kökuskrá vafrans þegar þú yfirgefur vefsvæðið.
Viðvarandi kökur, sem eru mun lengur í kökuskrá vafrans (hversu lengi ræðst af endingartíma viðkomandi köku).

Stefna okkar um kökur

Notkun á kökum á þessu vefsvæði og upplýsingar sem er safnað. Lotukökur eru notaðar:

Til að gera þér kleift að flytja upplýsingar á milli síðna á vefsvæðinu okkar og koma í veg fyrir að þú þurfir að slá sömu upplýsingarnar inn oftar en einu sinni.
Í skráningu til að veita þér aðgang að vistuðum upplýsingum.

Viðvarandi kökur eru notaðar:

Til að auðvelda okkur að auðkenna þig sem einstakan gest (með tölu; ekki er hægt að auðkenna þig persónulega) næst þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar.
Til að gera okkur kleift að sérsníða efni eða auglýsingar að þínum áhugamálum eða til að koma í veg fyrir að þú sjáir sömu auglýsingarnar aftur og aftur.
Til að safna nafnlausum tölfræðigögnum sem gera okkur kleift að greina hvernig fólk notar vefsvæðið okkar og bæta uppbyggingu vefsvæðisins. Ekki er hægt að persónugreina þig á þennan máta.

Kökur frá þriðja aðila

Kökur frá þriðju aðilum eru sendar í gegnum þetta vefsvæði.

Þær eru notaðar í eftirfarandi tilgangi:

Til að birta auglýsingar á vefsvæði okkar og greina hvort fólk smellir á þær.
Til að stjórna því hversu oft þú sérð tiltekna auglýsingu.
Til að sérsníða efni að þínum smekk.
Til að telja fjölda nafnlausra notenda vefsvæðisins.
Til að tryggja öryggi í verslunarkörfum eða færslum.

Vefvitar

Sumar vefsíður okkar kunna að innihalda rafrænar myndir, svokallaða vefvita (stundum kallaðar auðar gif-myndir), sem gera okkur kleift að telja hversu margir hafa skoðað viðkomandi síður. Vefvitar safna eingöngu takmörkuðum upplýsingum sem innihalda kökunúmer, tíma og dagsetningu sem síða var opnuð á og lýsingu á síðunni sem vefvitinn er á. Við kunnum einnig að nota vefvita frá þriðju auglýsingaaðilum. Þessir vitar geyma ekki neins konar persónugreinanlegar upplýsingar og eru aðeins notaðir til að greina skilvirkni tiltekinnar herferðar

Stjórnun á kökum

Kökum hafnað eða þær heimilaðar

Þú getur samþykkt eða hafnað kökum í stillingum vafrans. Ef þú gerir kökur óvirkar er aftur á móti hugsanlegt að þú getir ekki notað alla gagnvirka eiginleika vefsvæðisins okkar. Leiðbeiningar um hvernig á að athuga hvort kökur eru samþykktar eru hér að neðan:

Hvernig á að athuga hvort kökur eru samþykktar í tölvum

Google Chrome
Smelltu á „Tools“ (verkfæri) efst í vafraglugganum og veldu „Options“ (valkostir).
Smelltu á flipann „Under the Hood“ (undir vélarhlífinni), finndu hlutann „Privacy“ (persónuvernd) og veldu hnappinn „Content settings“ (efnisstillingar)
Veldu „Allow local data to be set“ (leyfa val á staðbundnum gögnum)

Microsoft Internet Explorer 6.0, 7.0, 8.0
Smelltu á „Tools“ (verkfæri) efst á vafraglugganum, veldu „Internet options“ (internetvalkostir) og smelltu svo á flipann „Privacy“ (persónuvernd)
Gakktu úr skugga um að persónuverndarstigið sé stillt á miðlungsvernd eða lægra til að leyfa kökur í vafranum
Ef hærri stilling en miðlungsvernd er notuð eru kökur ekki leyfðar

Mozilla Firefox
Smelltu á „Tools“ (verkfæri) efst í vafraglugganum og veldu „Options“ (valkostir).
Veldu síðan táknið „Privacy“ (persónuvernd)
Smelltu því næst á „Cookies“ (kökur) og veldu að lokum „allow sites to set cookies“ (leyfa svæðum að koma fyrir kökum)

Safari
Smelltu á tannhjólstáknið efst í vafraglugganum og veldu „Preferences“ (kjörstillingar)
Smelltu á „Security“ (öryggi), hakaðu við valkostinn „Block third-party and advertising cookies“ (loka á kökur frá þriðju aðilum og auglýsingakökur)
Smelltu á „Save“ (vista)

Hvernig á að athuga hvort kökur eru samþykktar í Mac-tölvum

Microsoft Internet Explorer 5.0 í OSX
Smelltu á „Explorer“ (skoðun) efst í vafraglugganum og veldu „Preferences“ (kjörstillingar)
Flettu niður þar til þú sérð „Cookies“ (kökur) undir „Receiving Files“ (móttaka skráa)
Veldu „Never Ask“ (spyrja aldrei)

Safari í OSX
Smelltu á „Safari“ efst í vafraglugganum og veldu „Preferences“ (kjörstillingar)
Smelltu á „Security“ (öryggi) og svo á „Accept cookies“ (samþykkja kökur)
Veldu að lokum „Only from site you navigate to“ (aðeins frá vefsvæði sem þú opnar)

Mozilla og Netscape í OSX
Smelltu á „Mozilla“ eða „Netscape“ efst á vafraglugganum og veldu „Preferences“ (kjörstillingar)
Flettu niður þar til þú sérð „Cookies“ (kökur) undir „Privacy & Security“ (persónuvernd og öryggi)
Veldu „Enable cookies for the originating web site only“ (leyfa aðeins kökur frá þessu vefsvæði)

Opera
Smelltu á „Menu“ (valmynd) efst í vafraglugganum og veldu „Settings“ (stillingar)
Veldu flipann „Preferences“ (kjörstillingar) og svo flipann „Advanced“ (ítarlegar)
Veldu að lokum valkostinn „Accept cookies“ (samþykkja kökur)

Kökum eytt
Kökum sem settar hafa verið upp í kökuskrá vafrans er hægt að eyða á einfaldan máta. Ef þú notar til dæmis Microsoft Windows Explorer:
Opnaðu „Windows Explorer“
Smelltu á leitarhnappinn á tækjastikunni
Sláðu inn „cookies“ (kökur) í leitargluggann fyrir möppur og skrár
Veldu „My Computer“ (tölvan mín) í reitnum „Look In“ (leita í)
Smelltu á „Search Now“ (leita núna)
Tvísmelltu á möppurnar sem finnast
Veldu einhverja kökuskrá
Smelltu á hnappinn „Delete“ (eyða) á lyklaborðinu
Ef þú notar ekki Microsoft Windows Explorer skaltu velja „cookies“ (kökur) í hjálpareiginleikanum til að nálgast upplýsingar um hvar kökumöppuna er að finna.