Þessi aukabúnaður varpar helstu upplýsingum um bílinn, t.d. ökuhraða, gírastöðu og akstursleiðsögn, á framrúðuna án þess að ökumaðurinn þurfi að líta af veginum. Þetta kerfi er fyrsta kerfið til að nýta heilmyndartækni sem skilar sér í frábærri litaupplausn, birtustigi og skerpu. Ökumaðurinn getur kveikt og slökkt á þessum eiginleika eftir hentugleika.