InControl verður í boði fyrir bíla sem tilheyra 2024 árgerðinni.
Fáðu sem mest út úr nettengingarpakkanum2 með því að tengja InControl-reikninginn þinn svo að þú getir skoðað og tengt efni og þjónustu frá þriðja aðila. Veldu táknið „Connect Accounts“ (tengja reikninga) í forritaskúffu Pivi Pro og leitaðu að forritinu sem þú vilt tengja. Þú getur annaðhvort skannað QR-kóðann með snjallsímanum eða valið „Email Me“ (senda mér tölvupóst) til að senda tengil á innskráningarsíðuna á netfangið þitt.
Þegar þú hefur tengst getur þú strax byrjað að nota þjónustuna í bílnum þínum. Tengd þjónusta birtist sem tákn í forritaskúffunni eða sem miðlaveita í margmiðlunarspilaranum.
Með snjallsímapakkanum geturðu notað forritin þín á öruggan og þægilegan hátt í gegnum Pivi og Pivi Pro1 með því að nota:
Apple CarPlay® 3
Android AutoTM 4
Fyrir Apple CarPlay® 3 skaltu tryggja að þú sért með nýjustu útgáfuna af iOS uppsetta og Siri ® virkt í iPhone-símanum. Fyrir Android AutoTM 4 skaltu tryggja að þú sért með nýjasta Android Auto-forritið uppsett og að Google-raddaðstoð sé virk í Google-tækinu þínu. Tengdu tækið við notandaviðmótsþilið í geymsluhólfi miðstokksins með vottaðri USB-snúru.
Nei, bíllinn þinn er með innbyggðu SIM-korti sem býður upp á notkun:
1. Tengdra eiginleika/þjónustu Connected Navigation1-kerfisins
2. Heits Wi-Fi reits5
3. Eiginleika/þjónustu nettengingarpakka2
Þessi þjónusta krefst áskriftar. Farsímagögn eru innifalin í áskriftinni og því er ekki þörf á öðrum áskriftarsamningum eða SIM-kortum á meðan áskriftin er í gildi.