NOTENDAÞJÓNUSTA FYRIR PIVI OG PIVI PRO

NOTENDAÞJÓNUSTA FYRIR PIVI OG PIVI PRO

HVERNIG Á AÐ NOTA NÝJA JAGUAR UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFIÐ OG TENGDA ÞJÓNUSTU

InControl verður í boði fyrir bíla sem tilheyra 2024 árgerðinni.

HVERNIG NOTA Á PIVI, PIVI PRO OG TENGDA ÞJÓNUSTU

GAGNAÁSKRIFT

GAGNAÁSKRIFT

Með gildri áskrift veita Pivi Pro1 og nettengingarpakki2 allt það gagnamagn sem þú þarft fyrir tengdari ferð. Upphaflega eins árs áskriftin að nettengingarpakka2 og þriggja ára áskriftin að Connected Navigation Pro1 veita þér aðgang að öllu sem þú gætir þarfnast í ævintýraferðinni þinni. Njóttu takmarkalauss tónlistarstreymis á netinu2 og Live-forrita með 4G-tengingu.

HAFIST HANDA

SETTU UPP INCONTROL
FYLGDU RÆSINGARFORRITINU

TENGDU REIKNINGANA ÞÍNA OG TÆKI

TENGDU REIKNINGANA ÞÍNA

TENGDU REIKNINGANA ÞÍNA

Fáðu sem mest út úr nettengingarpakkanum2 með því að tengja InControl-reikninginn þinn svo að þú getir skoðað og tengt efni og þjónustu frá þriðja aðila. Veldu táknið „Connect Accounts“ (tengja reikninga) í forritaskúffu Pivi Pro og leitaðu að forritinu sem þú vilt tengja. Þú getur annaðhvort skannað QR-kóðann með snjallsímanum eða valið „Email Me“ (senda mér tölvupóst) til að senda tengil á innskráningarsíðuna á netfangið þitt.


Þegar þú hefur tengst getur þú strax byrjað að nota þjónustuna í bílnum þínum. Tengd þjónusta birtist sem tákn í forritaskúffunni eða sem miðlaveita í margmiðlunarspilaranum.

TENGDU SNJALLSÍMANN

TENGDU SNJALLSÍMANN

Með snjallsímapakkanum geturðu notað forritin þín á öruggan og þægilegan hátt í gegnum Pivi og Pivi Pro1 með því að nota:


Apple CarPlay® 3

Android AutoTM 4


Fyrir Apple CarPlay® 3 skaltu tryggja að þú sért með nýjustu útgáfuna af iOS uppsetta og Siri ® virkt í iPhone-símanum. Fyrir Android AutoTM 4 skaltu tryggja að þú sért með nýjasta Android Auto-forritið uppsett og að Google-raddaðstoð sé virk í Google-tækinu þínu. Tengdu tækið við notandaviðmótsþilið í geymsluhólfi miðstokksins með vottaðri USB-snúru.

IGUIDE

IGUIDE

Forritið Jaguar iGuide er stafræna notendahandbókin þín sem hjálpar þér að kynnast nýja Jaguar-bílnum fljótt.

ALGENGAR SPURNINGAR

HVERNIG UPPFÆRI ÉG KORT LEIÐSÖGUKERFISINS?

Kortin eru uppfærð sjálfkrafa svo framarlega sem virk áskrift að Connected Navigation1 er til staðar. Áskrift að Connected Navigation er venjulega innifalin á upphaflega ábyrgðartímabilinu en endurnýjun áskriftarinnar býður upp á áframhaldandi sjálfvirkar kortauppfærslur.

HVERSU MÖRG BLUETOOTH-TÆKI ER HÆGT AÐ TENGJA EÐA PARA?

Hægt að para allt að 10 Bluetooth-tæki og hafa tvö tæki pöruð samtímis. Þetta geta verið símar eða margmiðlunartæki. Fyrsta tækið sem er parað við Pivi/Pivi Pro1 verður aðaltækið. Hægt er að breyta þessu með því að fara í „Settings > > All > > Connectivity > > Bluetooth“ (stillingar > allt > tengimöguleikar > Bluetooth) > og ýta á tækið sem þú vilt breyta.

HVERNIG ENDURNÝJA ÉG INCONTROL-ÞJÓNUSTU?

Þegar gildistími InControl-þjónustu er liðinn færðu tölvupóst með tengli þar sem þú getur endurnýjað InControl-þjónustu. Ef þú hefur ekki fengið þennan tölvupóst eða ef tengillinn er útrunninn skaltu hafa samband við þjónustuver.

HVERNIG FJARLÆGI ÉG PERSÓNUUPPLÝSINGAR?

Áður en þú selur bílinn þinn þarftu að eyða gögnunum um bílinn af InControl-reikningnum. Skráðu þig inn í InControl-gáttina, veldu „Vehicle Setting“ (stilling bíls) hægra megin og veldu valmyndina „Remove Vehicle“ (fjarlægja bíl). Ýttu á „Remove Vehicle“ (fjarlægja bíl) til að fjarlægja öll gögn um bílinn af InControl-reikningnum þínum. Beðið verður um aðgangsorð að InControl-reikningnum. Opnaðu „Settings > > All > > Profile Settings“ (stillingar > allt > prófílstillingar) í Pivi/Pivi Pro1 til að velja prófíl til að eyða. Ef þú hefur nýlega keypt notaðan bíl skaltu hafa samband við söluaðilann.

ÞARF ÉG AÐ VERÐA MÉR ÚTI UM SIM-KORT FYRIR FARSÍMAGÖGN?

Nei, bíllinn þinn er með innbyggðu SIM-korti sem býður upp á notkun:  


1. Tengdra eiginleika/þjónustu Connected Navigation1-kerfisins

2. Heits Wi-Fi reits5

3. Eiginleika/þjónustu nettengingarpakka2  


Þessi þjónusta krefst áskriftar. Farsímagögn eru innifalin í áskriftinni og því er ekki þörf á öðrum áskriftarsamningum eða SIM-kortum á meðan áskriftin er í gildi.

HVERNIG VEL ÉG MISMUNANDI KORT Á SÝNDARMÆLASKJÁNUM?

Til að breyta útliti gagnvirka ökumannsskjásins skaltu opna stillingarnar í gegnum stýrið. Viðbótarstillingar fyrir ökumannsskjáinn kunna einnig að vera í boði, allt eftir bílnum. Hægt er að nálgast þær í aðalstillingum Pivi Pro > Leiðsögn > Ökumannsskjár.

HVERT ÆTLARÐU NÆST?

VEFSVÆÐI MY JAGUAR INCONTROL

VEFSVÆÐI MY JAGUAR INCONTROL

Skráðu þig inn á InControl-reikninginn.
SKILMÁLAR

SKILMÁLAR

Fáðu frekari upplýsingar um skilmála Jaguar InControl og Pivi