Þegar ákveðið var að bjóða upp á aldrif í Jaguar-bílum skoðuðu verkfræðingar fyrirtækisins hvert einasta kerfi á markaðnum. Ekkert þeirra gat skilað þeirri einstöku upplifun sem kaupendur búast við af Jaguar. Lausnin var sú að þróa sérstakt Jaguar-aldrif með IDD-kerfi.
IDD-kerfið getur spáð fyrir um tapað grip í stað þess að bregðast við því, ólíkt öðrum aldrifskerfum. Um leið og það gerist færir kerfið tog með fyrirbyggjandi hætti út í hjólin til að bæta gripið og geta haldið akstrinum áfram. IDD-kerfið er eina aldrifskerfið sem er fært um slíkt og þetta eykur stöðugleika, sjálfsöryggi og veggrip við allar aðstæður.
Jaguar-aldrif með IDD-kerfi endurstillir sig stöðugt til að tryggja ökumanninum gott jafnvægi á milli veggrips og afkasta, enda er það hannað með það að leiðarljósi að vera besta aldrifskerfið fyrir afkastamikla bíla. Með léttum tæknilausnum sem krefjast lítils viðhalds færðu skilvirkni afturhjóladrifsins við venjulegar aðstæður og stöðugleika aldrifsins þegar þörf er á. Geta kerfisins til að spá fyrir um tapað veggrip og vinna gegn því setur fulla afkastagetu í forgang. Enda hafa Jaguar-bílar ávallt gert það.