HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

Snertiskjár upplýsinga- og afþreyingarkerfis Jaguar

Þú getur uppfært Jaguar bílinn þinn í gegnum Pivi Pro kerfið. Uppfærslurnar veita nýjustu eiginleika og hámarks stöðugleika í öllum kerfum bílsins, þar með talið vél, gírskiptingu, innra rafkerfi og upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Sumar endurköllunaruppfærslur er nú einnig hægt að framkvæma þráðlaust.

ÞRÁÐLAUSAR HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

Stúlka gengur við hleðslutengi bíls
Stúlka gengur við hleðslutengi bíls
Stúlka gengur við hleðslutengi bíls

HVERNIG Á AÐ UPPFÆRA?

Áður en uppfærslan hefst skaltu loka öllum gluggum, læsa bílnum og virkja öryggiskerfið. Skildu bílinn eftir í þann tíma sem kemur fram í tilkynningarglugganum.


Ef „Uppfæra núna“ er valið mun bíllinn bíða í 10 mínútur áður en uppfærsluferlið hefst. Ef bíllinn er ræstur á þeim tíma hættir uppfærslan. Ef uppfærsla er tímasett, mun bíllinn hefja hana á þeim tíma sem var valinn.


Bíllinn framkvæmir öryggisathuganir áður en uppfærsla hefst, þar á meðal – en ekki takmarkað við:


  • Hleðslustig 12V rafhlöðu.
  • Öruggt ástand bílsins, þar á meðal stöðu glugga, hvort hann sé læstur og handbremsa virkjuð.
  • Net- eða Wi-Fi tenging tiltæk.
  • Háspennu rafhlaða (ef við á) með yfir 25% hleðslu.
  • PHEV/BEV bílar ekki í hleðslu að því marki sem skilyrt er.*


Ef einhver af þessum skilyrðum er ekki uppfyllt, mun uppfærslan ekki hefjast. Skjárinn fyrir hugbúnaðaruppfærslu mun veita leiðbeiningar um hvernig hægt sé að laga vandamálið áður en næsta tilraun er gerð.


Ef öll skilyrði eru uppfyllt, mun bíllinn hefja uppfærslu.


Á meðan á uppfærslu stendur verður ekki hægt að nota bílinn. Uppfærslan getur tekið frá 30 upp í 90 mínútur. Flest kerfi bílsins verða óvirk, en þú munt þó geta læst og opnað bílinn. Fyrir bíla með útdraganlega hurðarhúna skaltu skoða notendahandbókina til að sjá hvernig eigi að opna bílinn handvirkt.

LJÚKA

Þegar þú snýrð aftur í bílinn munu öll kerfi ræsa sig með nýjum hugbúnaði. Tilkynning mun láta þig vita að uppfærslan tókst og skjárinn mun sýna nýtt útgáfunúmer ásamt texta sem útskýrir allar breytingar og endurbætur.

AMAZON ALEXA

Notaðu Alexa til að stjórna leiðsögn og tónlist, þar á meðal Spotify, á náttúrulegan og þægilegan hátt með röddinni þinni. Hún er innbyggð í Pivi Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar, og er hröð, næm og auðveld í notkun.

ALGENGAR SPURNINGAR UM HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

OPNA ALLT
Ég er nýbúin(n) að sækja bílinn minn og skjárinn fyrir hugbúnaðaruppfærslur er tómur – er eitthvað að?
Hvenær fær bíllinn minn uppfærslu?
Bíllinn minn uppfærðist í eldri útgáfu en þá nýjustu – er eitthvað að?
Uppfærslan klárast ekki – hvað get ég gert?
Hvað gerir kerfið til að tryggja að hugbúnaðaruppfærslur séu framkvæmdar á öruggan hátt?

PIVI HUGBÚNAÐARÚTGÁFA – FRÉTTAYFIRLIT

OPNA ALLT
OS 4.0.0
OS 4.0.1
OS 4.1.0
OS 4.1.1
OS 4.1.3
OS 4.1.4
OS 4.1.5
OS 4.1.6 - XCL
OS 4.2.0 – XCL
OS 4.2.1
OS 4.3.0

TOUCH PRO HUGBÚNAÐARÚTGÁFA – FRÉTTAYFIRLIT

OPNA ALLT
HUGBÚNAÐARÚTGÁFA 19A3
HUGBÚNAÐARÚTGÁFA 19A4
HUGBÚNAÐARÚTGÁFA 19B

HEFUR ÞÚ SPURNINGU UM UPPLÝSINGAKERFI JAGUAR?

Svar við spurningunni gæti þegar verið í algengum spurningum okkar.