Hver einasta bílferð í Jaguar-bílnum þínum ætti að vera jafnspennandi og sú fyrsta, óháð árstíma. Til að Jaguar-bíllinn haldi fullum afköstum allan veturinn mælum við með því að þú fylgir þessum tilmælum frá sérfræðingum okkar til að vernda bæði þig og bílinn.
Til að tryggja gott veggrip við ólík vegaskilyrði að vetrarlagi getur söluaðili Jaguar mælt með og útvegað vetrardekk* sem geta uppfyllt þær kröfur sem Jaguar gerir. Dekkin eru framleidd úr efnum sem henta til notkunar við lægra hitastig en 7 °C. Þetta dregur úr sliti og hámarkar veggrip, auk þess sem í dekkjunum eru 1500 vatnsraufar (grópir) sem ýta frá sér snjó, vatni, ís og krapa. Hægt er að draga úr stöðvunarvegalengdum um allt að 59% í samanburði við hefðbundna hjólbarða.
*Eiginleikar og þjónusta sem hér er lýst kann að vera valfrjáls og háð framboði á þínu markaðssvæði.
Öryggi, hugarró og framúrskarandi afkastageta bílsins - þetta er ávinningurinn af ástandsskoðun Jaguar. Hvert sem leið þín liggur í vetur skaltu fyrst koma við hjá þjónustudeildinni okkar. Komdu við hjá vottaðri Jaguar-þjónustumiðstöð og láttu fara yfir lykilatriðin, allt frá þurrkublöðum til hemla. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðila.
Á árlegum ísakstursviðburði Jaguar geturðu þróað með þér aukna akstursfærni við vetrarskilyrði. Á hverju ári kemur hópur af Jaguar-áhugamönnum með okkur í sérstakan ísakstursviðburð. Ef þú ekur á F‑TYPE með aldrifi er frábært að njóta lipurðar og stýringar bílsins á ísilögðum fleti. F‑TYPE fer létt með spyrnuskiptingar og viðbragðið er fumlaust til að þú getir notið umhverfisins á sama tíma.