YFIR Í RAFMAGNIÐ MEÐ JAGUAR

YFIR Í RAFMAGNIÐ MEÐ JAGUAR

Spennandi akstur, þægileg eign. Þegar þú ert við stýrið á Jaguar sérðu ekki eftir að hafa fært þig yfir í rafbíl. Afkastagetan sem við sækjumst eftir er sú sama. Tæknin verður snjallari og sjálfbærari með hverjum deginum sem líður.

AF HVERJU JAGUAR?

AFKASTAGETA Í ANDA KAPPAKSTURSBÍLA

AFKASTAGETA Í ANDA KAPPAKSTURSBÍLA

Við nýttum það sem við lærðum við hönnun rafknúnu kappakstursbílanna okkar við framleiðslu fyrsta 100% rafknúna sportjeppans. Niðurstaðan er Jaguar I-PACE sem fer úr 0 upp í 100 km/klst. á 4,8 sekúndum. Þetta gerir hann nánast hljóðlaust og án útblásturs.
BÚUM TIL SJÁLFBÆRA OG SNJALLARI FRAMTÍÐ

BÚUM TIL SJÁLFBÆRA OG SNJALLARI FRAMTÍÐ

Frá árinu 1935 höfum við reynt að teygja mörk þess mögulega. Rafbílar breyta þessu ekki. Í raun bjóða þeir upp á fleiri tækifæri til að uppfylla sýn okkar um sjálfbærari og snjallari akstursupplifun sem einkennist af kraftinum og hönnuninni sem við erum þekkt fyrir.

HELSTU KOSTIR ÞESS AÐ SKIPTA YFIR Í RAFBÍL

LÁGUR LÍFTÍMAKOSTNAÐUR

LÁGUR LÍFTÍMAKOSTNAÐUR

Rafmagn er ódýrara en bensín og dísilolía. Einnig eru í boði töluverðar skattaívilnanir. Kostirnir eru fjölmargir. Í mörgum borgum þarf til dæmis ekki að greiða umferðargjöld, útblástursgjöld eða bílastæðagjöld.
AUÐVELT OG ÞÆGILEGT

AUÐVELT OG ÞÆGILEGT

Rafbílar eru mestmegnis hlaðnir á heimilinu svo þú getur skipulagt tíma þinn í kringum það sem þú þarft að gera. Stingdu bílnum í hleðslu að kvöldi og hann verður tilbúinn morguninn eftir.
ENGINN ÚTBLÁSTUR

ENGINN ÚTBLÁSTUR

Hreinir rafbílar geta náð hámarksafli án nokkurs útblásturs. Þar sem raforkukerfið reiðir sig í síauknum mæli á endurnýjanlega orkugjafa verður notkun rafbíla sífellt umhverfisvænni.
EINSTAKUR AKSTUR

EINSTAKUR AKSTUR

Rafmagnstækni er ekki bara sérlega hljóðlát heldur getur hún veitt snarpa, tafarlausa hröðun án truflana vegna gírskiptinga. Þetta gerir aksturinn lipran og viðbragðsfljótan sama hversu hratt er ekið.

ÞRJÁR TEGUNDIR RAFORKU

RAFBÍLAR

RAFBÍLAR

Eingöngu knúinn af rafmótorum og rafhlöðu, með rafknúinni aflrás sem veitir nánast hljóðlaus sportbílaafköst með engum útblæstri.
TENGILTVINNBÍLAR

TENGILTVINNBÍLAR

Tengiltvinnbílarnir frá Jaguar eru bæði með vél og rafmótor, sem veitir þér sveigjanleika til að aka án útblásturs í daglegum akstri og afköst bensínvélar á lengri ferðalögum.
HYBRID-BÍLAR MEÐ SAMHLIÐA KERFI

HYBRID-BÍLAR MEÐ SAMHLIÐA KERFI

Hybrid-bílar með samhliða kerfi eru með fágaða rafknúna aflrás sem hentar mjög vel fyrir innanbæjarakstur,2 auk þess að skila lægri útblæstri koltvísýrings og veita aukna sparneytni.

RAFBÍLAR OG HYBRID-BÍLAR FRÁ JAGUAR

Kynntu þér rafmögnuð afköst Jaguar með úrvali okkar af rafbílum og hybrid-bílum.
RAFBÍLAR OG HYBRID-BÍLAR FRÁ JAGUAR

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

HVERSU LANGT KEMST ÉG?

HVERSU LANGT KEMST ÉG?

Kynntu þér allt sem þú þarft að vita til að hámarka akstursdrægið og nýta hverja hleðslu sem best.
LÁGUR LÍFTÍMAKOSTNAÐUR

LÁGUR LÍFTÍMAKOSTNAÐUR

Rafbíll getur sparað þér pening hvern einasta dag, hvort sem litið er til skatta- og kaupívilnana eða lægri rekstrarkostnaðar.
HLEÐSLA HEIMA VIÐ

HLEÐSLA HEIMA VIÐ

Þægilegasta leiðin til að hefja daginn með fulla hleðslu er að hlaða rafbílinn þinn eða tengiltvinnbílinn heima við.
HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM

HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM

Stöðug fjölgun hleðslustöðva gerir það auk þess að verkum að nú er orðið auðveldara en nokkru sinni fyrr að hlaða fjarri heimilinu.

Jaguar Land Rover Limited leggur áherslu á stöðugar endurbætur á tæknilýsingu, hönnun og framleiðslu bílanna sinna, varahluta og aukahluta, sem leiðir til þess að reglulegar breytingar eiga sér stað. Við áskiljum okkur rétt til að framkvæma slíkar breytingar án frekari fyrirvara.


*Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun: Á ekki við. Niðurstöður I-PACE í kWh/100 km: Blandaður akstur: 22,0–25,2. Losun koltvísýrings:2 0 g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 470 km. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Niðurstöður um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.


Skoðaðu niðurstöður I-PACE úr WLTP-prófun


Losun koltvísýrings,2 eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukahlutum.