NÁNAR UM TENGILTVINNBÍLA (PHEV)

NÁNAR UM TENGILTVINNBÍLA (PHEV)

Rafknúin sparneytni í bland við afköst bensínvélar.

Í Jaguar-tengiltvinnbílum er tækni til að skipta hnökralaust á milli rafmótors og bensínvélar og þannig er hægt að nota það sem hentar best hverju sinni.

HVERNIG VIRKA TENGILTVINNBÍLAR?

HVERNIG VIRKA TENGILTVINNBÍLAR?

Með bæði bensínvél og rafmótor hámarkarðu afköst og sparneytni. Í Hybrid-stillingu geturðu valið hvort þú keyrir einungis í rafmagnsstillingu (EV) eða notar bensín líka. Í rafmagnsstillingu (EV) er hægt að hlaða rafhlöðuna með ytri orkugjöfum og endurheimt hemlaorku.
AF HVERJU ERU ÞEIR SVONA ÞÆGILEGIR?

AF HVERJU ERU ÞEIR SVONA ÞÆGILEGIR?

Rafhlaðan í Jaguar-tengiltvinnbíl getur skilað allt að 55 km (Jaguar E-PACE)* og allt að 53 km (Jaguar F-PACE)* drægi á einni hleðslu. Bíllinn er því kjörinn fyrir daglegan akstur og losar engan útblástur í rafmagnsstillingu (EV). Þægilegt er að hlaða hann yfir nótt með heimahleðslustöð eða heimilisinnstungu, auk þess sem almennum hleðslustöðvum fjölgar sífellt.
HVERNIG ER AÐ AKA ÞEIM?

HVERNIG ER AÐ AKA ÞEIM?

Tengiltvinnbíll er nánast hljóðlaus í rafmagnsstillingu (EV) og skiptingin aftur yfir í vélarafl er fáguð og hnökralaus. Þegar Hybrid-stillingin er notuð, þar sem bæði rafmótor og vélarafl er notað, verður frammistaðan nákvæm og óviðjafnanleg og hröðunin mjúk og kraftmikil.

HVERNIG HLEÐ ÉG TENGILTVINNBÍL?

Tengiltvinnbíla má hlaða með heimahleðslustöð, heimilisinnstungu og á mörgum almennum hleðslustöðum sem finna má til dæmis við líkamsræktarstöðvar, verslunarmiðstöðvar og bensínstöðvar.

HLEÐSLUHRAÐI HEIMA1

HLEÐSLUHRAÐI HEIMA1

7 kW heimahleðslustöðvar með riðstraumi: 0–80% hleðsla tekur um 1 klst. og 24 mín. fyrir Jaguar E-PACE tengiltvinnbíl / 0–80% hleðsla tekur um 1 klst. og 40 mín. fyrir Jaguar F-PACE tengiltvinnbíl

3 pinna heimilisinnstungur: 0–80% hleðsla tekur um 5 klst. fyrir Jaguar E-PACE tengiltvinnbíl / 0–80% hleðsla tekur um 5 klst. og 30 mín. fyrir Jaguar F-PACE tengiltvinnbíl

Myndin er af: Jaguar F-PACE HSE
HLEÐSLUHRAÐI UTAN HEIMILIS1

HLEÐSLUHRAÐI UTAN HEIMILIS1

Almennar 7 kW hleðslustöðvar með riðstraumi: 0–80% hleðsla tekur um 1 klst. og 24 mín. fyrir Jaguar E-PACE tengiltvinnbíl / 0–80% hleðsla tekur um 1 klst. og 40 mín. fyrir Jaguar F-PACE tengiltvinnbíl

50kW hleðslustöðvar með jafnstraumi: 0–80% hleðsla tekur um 30 mín. fyrir Jaguar E-PACE tengiltvinnbíl / 0–80% hleðsla tekur um 30 mín. fyrir Jaguar F-PACE tengiltvinnbíl

Myndin er af: Jaguar E-PACE R-Dynamic HSE
HVAÐ HEFUR ÁHRIF Á VEGALENGDINA SEM ÉG GET KEYRT?

HVAÐ HEFUR ÁHRIF Á VEGALENGDINA SEM ÉG GET KEYRT?

Í rafmagnsstillingu (EV) er rafhlaðan eini orkugjafi bílsins. Aksturslag þitt, búnaður sem þú notar í farþegarýminu og jafnvel akstursskilyrði hafa því áhrif á drægi bílsins. Til að hámarka sparneytni í Hybrid-stillingu notar PEO-eiginleiki Jaguar-bílsins (forstillt hámörkun orkunýtingar) halla og hraða á tiltekinni leið í leiðsögukerfinu til að skipta með snjöllum hætti á milli rafmótors og vélar.
MUN TENGILTVINNBÍLL SPARA MÉR PENING?

MUN TENGILTVINNBÍLL SPARA MÉR PENING?

Lægri rekstrarkostnaður, ívilnanir við kaup og skattaafsláttur eru bara nokkur af atriðunum sem gera skiptin yfir í tengiltvinnbíl hagkvæmari miðað við hefðbundinn bensín- eða dísilbíl.
HVERSU LENGI ER RAFHLAÐAN Í ÁBYRGÐ?

HVERSU LENGI ER RAFHLAÐAN Í ÁBYRGÐ?

Rafhlöðum í Jaguar-tengiltvinnbílum fylgir ábyrgð sem gildir í allt að 6 ár eða eftir 100.000 km – hvort sem kemur á undan.

JAGUAR-TENGILTVINNBÍLAR

JAGUAR F-PACE

JAGUAR F-PACE

Lúxussportjeppinn okkar býður upp á spennandi blöndu af sparneytni tengiltvinnbíla, þægindum í daglegu amstri, áberandi hönnun og sportlegum akstri.
JAGUAR E-PACE

JAGUAR E-PACE

Búinn kostum tengiltvinnbíls ásamt öllu því sem smájeppi býður upp á. Í JAGUAR E-PACE sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

NÁNAR UM RAFBÍLA

NÁNAR UM RAFBÍLA

Rafmagnstækni Jaguar býður upp á sportbílaafköst með engum útblæstri.
NÁNAR UM HYBRID-BÍLA MEÐ SAMHLIÐA KERFI

NÁNAR UM HYBRID-BÍLA MEÐ SAMHLIÐA KERFI

Samhliða kerfi endurheimtir orku sem glatast annars þegar hægt er á bílnum og nýtir hana til að styðja við bensín- eða dísilvél.

Jaguar Land Rover Limited leggur áherslu á stöðugar endurbætur á tæknilýsingu, hönnun og framleiðslu bílanna sinna, varahluta og aukahluta, sem leiðir til þess að reglulegar breytingar eiga sér stað. Við áskiljum okkur rétt til að framkvæma slíkar breytingar án frekari fyrirvara.

*Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun F-PACE tengiltvinnbíls í l/100 km: Blandaður akstur: 1.7††. NEDC2, losun koltvísýrings: 39g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 65 km. Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun E-PACE tengiltvinnbíls í l/100 km: Blandaður akstur: 1,4 - 1,6. NEDC2, losun koltvísýrings: 31g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 62 km. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukahlutum. Drægi á rafmagni byggist á framleiðsluökutæki á staðlaðri leið. Drægi er mismunandi og veltur á ástandi ökutækis og rafhlöðu.

Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Niðurstöður um losun koltvísýrings og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.


Skoðaðu niðurstöður F-PACE úr WLTP-prófun
Skoðaðu niðurstöður E-PACE úr WLTP-prófun


WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila niðurstöðum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Með henni eru bílar með aukabúnaði prófaðir ásamt bílum þar sem prófanir og akstursstillingar eru krefjandi.

††Skoðaðu niðurstöður I-PACE úr WLTP-prófun
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila niðurstöðum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Með henni eru bílar með aukabúnaði prófaðir ásamt bílum þar sem prófanir og akstursstillingar eru krefjandi.

1 Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, þ.m.t. hleðslustöðu og -tíma rafhlöðunnar, hitastigi rafhlöðunnar og raunverulegri notkun.

2 Eldsneytisnotkun: Á ekki við. Losun koltvísýrings: 0 (g/km). Drægi á rafmagni: Allt að 470 km. Drægi á rafmagni byggist á framleiðsluökutæki á staðlaðri leið. Drægi er mismunandi og veltur á ástandi ökutækis og rafhlöðu, leiðinni sem ekin er, umhverfisaðstæðum og aksturslagi. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukahlutum.

3 Losun koltvísýrings, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukahlutum.