Fylgdu þessum einföldu leiðbeiningum til að hámarka endinguna.
Miklar hitabreytingar geta haft áhrif á endingu rafhlöðunnar. Haltu bílnum þínum tengdum við heimahleðsluna og hitastjórnunartæknin mun tryggja að hleðsla fari fram við ákjósanlegt hitastig. Notaðu forhitunarstillingu til að nýta orku úr hleðslutækinu í stað rafhlöðunnar.
Farðu varlega í köldum aðstæðum þar sem of hraður akstur getur aukið álag á rafhlöðuna og dregið úr skilvirkni.
Fyrir hugarró þína tryggjum við rafhlöðuna í rafbílnum þínum í átta ár og 160.000 km og raftvinnbíl í sex ár eða 100.000 km - hvort sem kemur á undan. Og á meðan hann er í ábyrgð, munu sérfræðingar okkar laga alla framleiðslugalla án endurgjalds.
Rafhlöðu vandamál eru sjaldgæf og er orsökin í flestum tilvikum ein eining. Auðvelt er að skipta um eininguna og koma rafhlöðunni aftur eðlilegt ástand.
Til að fá sem mest út úr lykilaðgerðum og eiginleikum ökutækisins er fyrsta skrefið að tengjast upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og setja upp appið.