Lífið gæti ekki verið einfaldara þegar þú þarft að hlaða Jaguar-bílinn þinn. Hér er allt sem þú þarft að vita um hvernig þú færð næga raforku á hverjum degi.
Til að tengjast hleðslustöð notar Jaguar-rafbíllinn þinn CCS-hleðslutengi. Það er samhæft við minni riðstraumshleðsluhraða og í völdum gerðum við hraðhleðslustöðvar með jafnstraumi. Sumir bílaframleiðendur nota önnur hleðslukerfi, til að mynda chademo. Þessi kerfi eru minna notuð á hleðslustöðvum og eru ekki samhæf við Jaguar-rafbílinn.
Þú færð skjótan aðgang að helstu stýringum og búnaði bílsins hvenær sem þörf er á með forritunum Jaguar iGuide og Jaguar Remote1.
Auk þægindanna og sparnaðarins sem felast í heimahleðslustöð sem fagaðili setur upp eru til nokkrar snjallar leiðir til að gera upplifun þína af að eiga rafbíl enn betri á hverjum degi.
1Aðeins samhæfir snjallsímar. Ræðst af farsímakerfi á markaði, sendistyrk og reikningi viðskiptavinar. Krefst farsímagagna eða Wi-Fi tengingar.